Laust starf
Sölu- og markaðsstjóri
Feed the Viking er sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2016. Félagið framleiðir og selur íslenskar matvörur sem eru nú fáanlegar í flestum matvörubúðum hérlendis ásamt öllum helstu ferðamannastöðum, Kastrup flugvelli og sífellt fleiri verslunum erlendis. Félagið rekur eigin netverslun og selur auk þess vörur sínar á Amazon í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og Bretlandi.
Við erum að leita að hæfileikaríkum, duglegum og sjálfstæðum einstaklingi til að leiða sölu- og markaðsstarf félagsins, hér á landi sem og erlendis, á netinu og í hinum áþreifanlega heimi. Starfið felur í sér mjög fjölbreytta vinnu sem unnin verður í nánu samstarfi við stofnendur félagsins og þarf viðkomandi að geta starfað vel í litlu teymi þar sem miklar kröfur eru gerðar um snör, hnitmiðuð og yfirveguð handtök með miklu kostnaðaraðhaldi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, hafa bíl til umráða og vera fljótur að koma sér inn í málin.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Framsetning og viðhald á auglýsingum á netinu
- Reglulegar uppfærslur á vef- og samfélagsmiðlum
- Hönnun og uppsetning auglýsinga, kynningarefnis og myndbanda í samstarfi við hönnuð félagsins
- Skapandi og lausnamiðuð hugmyndavinna um stefnumótun í markaðssetningu
- Vörukynningar í verslunum og á sýningum
- Öflun nýrra söluaðila
- Samskipti við viðskiptavini og afgreiðsla á netpöntunum
- Samskipti við dreifingaraðila, verslunarstjóra og söluaðila jafnt hér á landi sem erlendis
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni tengd markaðs- og kynningarmálum
- Um framtíðarstarf er að ræða og fullt starf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla á sviði alþjóðlegrar markaðssetningar eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Mjög góð enskukunnátta og almenn tölvukunnátta eru skilyrði
- Hæfileikar til að vinna sjálfstætt og næmt auga fyrir smáatriðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Hæfileiki til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna
- Frumkvæði og drifkraftur
- Reynsla af vefumsjónarkerfum Shopify og Amazon er kostur
- Þekking á leitarvélabestun og auglýsingakerfi Facebook, Instagram, Amazon og Google er kostur
Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælabréfi má senda á jobs@feedtheviking.com fyrir 31. maí 2020.